Fótbolti

Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn

Strákarnir eru trylltir af gleði.
Strákarnir eru trylltir af gleði.
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins, birti í kvöld á Instagram-síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir stemminguna inn í klefa eftir frábæran 1-0 sigur á Hollandi.

Sigurinn merkir að Ísland er komið með annan fótinn inn á EM í fótbolta en Íslendingar hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts karla í fótbolta áður.

Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, stýrði fagnaðarlátunum eins og hershöfðingi og mátti sjá gleðina hjá leikmönnum íslenska landsliðsins skína í gegn.

Myndbandið úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Jóhann Berg Guðmundsson tísti einnig myndbandi þar sem sést hvernig strákarnir ærast úr fögnuði.

Vessgú! OMG!!!!

A video posted by Gunnleifur Gunnleifsson (@gulligull1) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×