Frá Hollywood til Latabæjar 4. maí 2012 09:00 Thi Theu Hanyaka, búningahönnuður hjá Ironhead Studio, er stödd hér á landi í tengslum við Latabæ. Hún dásamar bæði starfsfólk Latabæjar og íslenska loftið. fréttablaðið/hag Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira