Erlent

Fótalaus stúlka eignaðist þrífættan hvolp

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sapphyre hefur eignast félaga úr óvæntri átt.
Sapphyre hefur eignast félaga úr óvæntri átt. Mynd/GreenvilleNews
„Þetta er hvolpurinn minn. Hann er alveg eins og ég,“ sagði Sapphyre Johnson, þriggja ára gömul stúlka sem missti báða fætur sína þegar hún var eins árs gömul, þegar hún sá mynd af níu vikna hvolpi sem á vantaði fremri löppina. Stúlkan eignaðist síðan hvolpinn á mánudaginn síðastliðinn. Frá sögunni greindi Greenville Online.

Karen Riddle, fyrrum eigandi hundsins, þvertók fyrir það að láta aflífa hundinn sem kom í heiminn án loppunnar. Hún sagðist vita að honum væri ætlað stórt hlutverk í lífinu. Hann fékk nafnið Lt. Dan eftir persónuninni í Forest Gump.

Sapphyre fæddist með tvær langar tær á hvorum fæti og þegar hún var eins árs gömul tóku foreldrar hennar ákvörðun um að láta taka þær af svo hún gæti fengið gervifætur og lært að ganga.  

„Hundurinn mun hjálpa Sapphyre að eignast vini og útskýra fötlun sína fyrir öðrum krökkum,“ sagði Elaine Hardin sem starfar sem sérfræðingur í meðhöndlun barna hjá Shriner, fyrirtæki sem býr til gerviútlimi fyrir börn undir átján ára. „Þetta er sérstakur hundur og hann fer í hendurnar á sérstöku barni.“ Hundurinn mun einnig hjálpa Sapphyre þegar hún er í þjálfun og lærir að ganga.

„Mörg börn fá ekki að kynnast öðrum börnum eða dýrum sem eiga við sömu örðuleika að stríða og þau sjálf,“ sagði faðir Sapphyre þar sem hann horfði á stúlkuna sína leika við hundinn. „Þetta var fallega gert og mjög gott fyrir Sapphyre.“ 

Fleiri krúttlegar myndir af vinunum má sjá hér

Vináttan var ekki lengi að blómstra.Mynd/GreenvilleNews
Sapphyre sýnir hundinum fótlegginn sinn.Mynd/GreenvilleNews
Hundurinn fæddist án loppu á fremri fæti.Mynd/GreenvilleNews



Fleiri fréttir

Sjá meira


×