Handbolti

Forseti Füchse Berlin: Viljum ekki selja sál okkar

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin.
Frank Steffel, forseti þýska handboltaliðsins Füchse Berlin, vandar forráðamönnum Hamburg ekki kveðjurnar fyrir fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram í kvöld.

Hamburg er á eftir á Silvio Heinevetter, markverði Berlin, og er sagt vera til í að tvöfalda laun hans.

"Við munum berjast fyrir Silvio en ef hann vill tvöfalda launin sín þá fer hann væntanlega. Silvio veit samt að hjá okkur þá standa allir með honum og hafa alltaf gert."

Heinevetter hefur áður ákveðið að halda tryggð við Berlin og hafnaði á sínum tíma risasamningi frá Rhein-Neckar Löwen.

Steffel er ekki hrifinn af því hvernig Hamburg er rekið en þar á bæ hafa menn eytt miklum peningum á undanförnum árum.

"Við fjárfestum í unglingastarfi en slíkt hið sama verður seint sagt um Hamburg. Þeir ættu að eyða eitthvað í sitt starf í stað þess að greiða öðrum félögum mikinn pening fyrir leikmenn. Þetta er slæmt fyrir þýskan handbolta," sagði Steffel ákveðinn en hann myndi ekki taka við peningum frá ríkum sjeik eða álíka.

"Við þurfum engan sjeik og viljum hann ekki. Við viljum ekki vera háðir einstaklingi eða fyrirtæki. Við höfum ekki áhuga á að selja sál okkar. Hamburg nú eina félagið sem er rekið á þann hátt að kaupa það sem liðið vantar. Þannig er staðan ekki lengur hjá Kiel og Löwen.

"Hvað gerist þegar eigandi Hamburg hættir að nenna að leika sér með nýju leikföngin sín? Þá þurfa leikmenn væntanlega að taka á sig að minnsta kosti 20 prósenta launalækkun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×