Erlent

Forseti Brasilíu lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins

Anton Egilsson skrifar
Michel Temer, forseti Brasilíu.
Michel Temer, forseti Brasilíu. Vísir/GETTY
Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í kjölfar þess að 75 manns létust þegar farþegaflugvél fórst í morgun. The Guardian greinir frá. 

Innanborðs í flugvélinni voru meðal annars meðlimir brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense Real og létust 19 af 22 leikmönnum liðsins. Forsetinn sendi þá samúðarkveðjur til vina og fjölskyldna þeirra sem voru í flugvélinni.  

„Ég tjái samhug minn á þessum sorgartímum þegar tugir brasilískra fjölskyldna hafa orðið fyrir áhrifum þessa harmleiks.” Segir Temer í færslu á Twitter síðu sinni.

Einungis sex þeirra sem voru um borð í flugvélinni lifðu flugslysið af. Þrír leikmenn Chapecoense, tveir áhafnarstarfsmenn og einn blaðamaður.

Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Medellin þegar eitthvað fór úrskeiðis. Var vélin að koma frá Bólivíu en fótboltaliðið Chapocoense var á leiðinni að keppa við kólumbískt lið í úrslitum Suðurameríkubikars félagsliða. Vélin hrapaði í fjallendi rétt utan við borgina um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×