Forseti án aðhalds og ábyrgðar? Skúli Magnússon skrifar 15. nóvember 2011 06:00 Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið í Danmörku en konungur hélt þó verulegum valdheimildum, m.a. sem æðsti handhafi framkvæmdarvalds. Þrátt fyrir afnám einveldis skyldi konungur og áfram vera friðhelgur og ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Sú regla var hins vegar lögfest að konungi væri ætíð nauðsyn á atbeina ráðherra til þess að nýta valdheimildir sínar. Þótt ráðherrar bæru ekki pólitíska ábyrgð gagnvart þinginu (og konungur gæti því skipað þá án tillits til stuðnings eða hlutleysis þingsins) fyrr en mun síðar var þannig tryggt að einhver bæri alltaf lagalega ábyrgð gagnvart þinginu við meðferð framkvæmdarvalds. Þessi lagalega ábyrgð kom bæði fram í því að þingið gat kallað ráðherra fyrir til svara eða höfðað gegn þeim dómsmál vegna embættisfærslu þeirra. Við lýðveldisstofnun árið 1944 tók forseti að mestu við stjórnskipulegu hlutverki konungs. Forsetinn var þó frábrugðinn konungi að því leyti að hann var kjörinn í beinum kosningum og naut því lýðræðislegs umboðs ásamt því að bera pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Í annan stað var forseta fengin sérstök heimild til að synja lögum staðfestingar og skjóta þeim til þjóðaratkvæðis, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Líkt og konungur skyldi forseti hins vegar vera ábyrgðarlaus og þurfa á atbeina ráðherra að halda til hvers kyns stjórnarathafna, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Í tillögum stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er horfið frá því fyrirkomulagi að ákvarðanir séu teknar með sameiginlegri undirritun forseta og ráðherra, þar sem sá fyrrnefndi er ábyrgðarlaus en sá síðarnefndi beri lagalega (og einnig pólitíska) ábyrgð gagnvart þinginu. Þeim ákvörðunum sem forseta er ætlað að taka er fækkað með það fyrir augum að þær (fáu) ákvarðanir sem forseti hafi með höndum, taki hann persónulega og án atbeina ráðherra. Þetta er þó raunar ekki alls staðar skýrt, sbr. t.d. 63. og 85. gr. tillagnanna. Eftir stendur hins vegar að forseta er ætlað tiltekið hlutverk sem handhafa framkvæmdarvalds, ekki síst við skipun æðstu embættismanna. Í tillögum stjórnlagaráðs er hvorki að finna ákvæði um ábyrgð né ábyrgðarleysi forseta sem framkvæmdarvaldshafa. Óljóst er t.d. hvort og hvernig unnt yrði að höfða einkamál gegn forseta vegna embættisathafna. Hvað sem því líður virðist hæpið að um einhvers konar lagalega ábyrgð forseta gagnvart Alþingi yrði að ræða. Ef þetta er rétt yrðu athafnir forseta flokkur framkvæmdarvaldsathafna sem enginn, hvorki ráðherra né forseti, ber lagalega ábyrgð á gagnvart þinginu. Þegar um er að ræða þátttöku forseta í lagasetningu (sbr. núgildandi málskotsheimild hans til þjóðarinnar) er e.t.v. rökrétt að ábyrgð forseta á ákvörðunum, sem eru í eðli sínu pólitískar, sé eingöngu pólitísk og komi fram í forsetakosningum. Öðru máli gegnir hins vegar um framkvæmdarvaldsathafnir sem grundvallast eiga á lögum og stjórnast af lögbundnum sjónarmiðum, líkt og á ótvírætt við um skipun embættismanna. Því má svo bæta við að Stjórnlagaráð skilgreinir allar athafnir forseta sem framkvæmdarvaldsathafnir andstætt fyrri stjórnarskrá (sjá 2. gr. tillagna). Hefði því mátt ætla af þessu að ábyrgð forseta Íslands yrði betur skilgreind en áður var, ekki síst með hliðsjón af því að lýðveldið á framvegis að hafa „þingræðisstjórn“, sbr. 1. gr. tillagna. Vart er ætlunin að stofna til embættis sem ber enga lagalega ábyrgð og nýtur einskis aðhalds frá öðrum stofnunum ríkisins, þ.e. þingi og dómstólum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið í Danmörku en konungur hélt þó verulegum valdheimildum, m.a. sem æðsti handhafi framkvæmdarvalds. Þrátt fyrir afnám einveldis skyldi konungur og áfram vera friðhelgur og ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Sú regla var hins vegar lögfest að konungi væri ætíð nauðsyn á atbeina ráðherra til þess að nýta valdheimildir sínar. Þótt ráðherrar bæru ekki pólitíska ábyrgð gagnvart þinginu (og konungur gæti því skipað þá án tillits til stuðnings eða hlutleysis þingsins) fyrr en mun síðar var þannig tryggt að einhver bæri alltaf lagalega ábyrgð gagnvart þinginu við meðferð framkvæmdarvalds. Þessi lagalega ábyrgð kom bæði fram í því að þingið gat kallað ráðherra fyrir til svara eða höfðað gegn þeim dómsmál vegna embættisfærslu þeirra. Við lýðveldisstofnun árið 1944 tók forseti að mestu við stjórnskipulegu hlutverki konungs. Forsetinn var þó frábrugðinn konungi að því leyti að hann var kjörinn í beinum kosningum og naut því lýðræðislegs umboðs ásamt því að bera pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Í annan stað var forseta fengin sérstök heimild til að synja lögum staðfestingar og skjóta þeim til þjóðaratkvæðis, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Líkt og konungur skyldi forseti hins vegar vera ábyrgðarlaus og þurfa á atbeina ráðherra að halda til hvers kyns stjórnarathafna, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Í tillögum stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er horfið frá því fyrirkomulagi að ákvarðanir séu teknar með sameiginlegri undirritun forseta og ráðherra, þar sem sá fyrrnefndi er ábyrgðarlaus en sá síðarnefndi beri lagalega (og einnig pólitíska) ábyrgð gagnvart þinginu. Þeim ákvörðunum sem forseta er ætlað að taka er fækkað með það fyrir augum að þær (fáu) ákvarðanir sem forseti hafi með höndum, taki hann persónulega og án atbeina ráðherra. Þetta er þó raunar ekki alls staðar skýrt, sbr. t.d. 63. og 85. gr. tillagnanna. Eftir stendur hins vegar að forseta er ætlað tiltekið hlutverk sem handhafa framkvæmdarvalds, ekki síst við skipun æðstu embættismanna. Í tillögum stjórnlagaráðs er hvorki að finna ákvæði um ábyrgð né ábyrgðarleysi forseta sem framkvæmdarvaldshafa. Óljóst er t.d. hvort og hvernig unnt yrði að höfða einkamál gegn forseta vegna embættisathafna. Hvað sem því líður virðist hæpið að um einhvers konar lagalega ábyrgð forseta gagnvart Alþingi yrði að ræða. Ef þetta er rétt yrðu athafnir forseta flokkur framkvæmdarvaldsathafna sem enginn, hvorki ráðherra né forseti, ber lagalega ábyrgð á gagnvart þinginu. Þegar um er að ræða þátttöku forseta í lagasetningu (sbr. núgildandi málskotsheimild hans til þjóðarinnar) er e.t.v. rökrétt að ábyrgð forseta á ákvörðunum, sem eru í eðli sínu pólitískar, sé eingöngu pólitísk og komi fram í forsetakosningum. Öðru máli gegnir hins vegar um framkvæmdarvaldsathafnir sem grundvallast eiga á lögum og stjórnast af lögbundnum sjónarmiðum, líkt og á ótvírætt við um skipun embættismanna. Því má svo bæta við að Stjórnlagaráð skilgreinir allar athafnir forseta sem framkvæmdarvaldsathafnir andstætt fyrri stjórnarskrá (sjá 2. gr. tillagna). Hefði því mátt ætla af þessu að ábyrgð forseta Íslands yrði betur skilgreind en áður var, ekki síst með hliðsjón af því að lýðveldið á framvegis að hafa „þingræðisstjórn“, sbr. 1. gr. tillagna. Vart er ætlunin að stofna til embættis sem ber enga lagalega ábyrgð og nýtur einskis aðhalds frá öðrum stofnunum ríkisins, þ.e. þingi og dómstólum?
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar