Forseti alþjóða bindindissamtaka: Yrðu mikil mistök hjá Íslendingum að aflétta ríkiseinokun á áfengi Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 16:49 Sperkova segir segir að ríki stýri best áfengisneyslu borgara sinna með því að stýra aðgengi, verði og banna áfengisauglýsingar. Vísir/GVA „Ég myndi ráðleggja Íslendingum að halda áfram ríkiseinokun á áfengi,“ segir Kristina Sperkova, forseti alþjóðabindindissamtakanna IOGT. Sperkova var fengin hingað til lands af IOGT á Íslandi til að halda erindi á hádegisfundi samtakanna í Brautarholti í Reykjavík í dag þar sem viðbrögð og viðhorf Íslendinga til áfengisfrumvarpsins voru rædd. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, voru einnig með erindi á fundinum en Sigrún Ósk ræddi tilgang og forvarnagildi sérverslana ÁTVR. IOGT hafa staðið fyrir forvörnum á Íslandi frá árinu 1884 en auk þess segja þau mannúðar- friðar og menningarmál og umhverfisvernd skipa veigamikinn sess í stefnu þeirra og starfi. Eina skilyrði fyrir félagsaðild er yfirlýsing um að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. Kristina Sperkova.Sperkova er frá Slóvakíu en hún hefur sinnt forvarnarstarfi fyrir þessi samtök frá 18 ára aldri. Áður en hún tók við sem forseti alþjóðasamtakanna fór hún fyrir Evrópuhluta IOGT.3,3 milljónir dauðsfalla á hverju ári Vísir ræddi við hana eftir hádegisfundinn en þar benti hún á tölur frá alþjóðheilbrigðisstofnuninni WHO, frá janúar 2015, sem segja að 3,3 milljónir manna láta lífið á hverju ári sökum áfengisneyslu, sem er 5,9 prósent af öllum dauðsföllum. Þá benti hún einnig á að samfélagslegur kostnaður Evrópusambandslandanna vegna skaðsemi af áfengisneyslu sé áætlaður um 156 milljarðar evra á hverju ári. Hún segir að ríki stýri best áfengisneyslu borgara sinna með því að stýra aðgengi, verði og banna áfengisauglýsingar.Segir einkareknar verslanir ekki slaka á kröfum um sölu „Ef þú ert með ríkisrekstur, sem miðast ekki af hagnaði, er hægt að stjórna á hvaða tímum dags áfengi er selt og áfengi er ekki selt til fólks sem er þegar ölvað. Þetta verður ekki veruleikinn hjá einkareknum verslunum sem selja áfengi, því þær hugsa bara um hagnað og þeirra ábyrgð er gagnvart hluthöfum sínum. Þær munu því aldrei slaka á kröfum um sölu. Ef ríkiseinokunin á áfengi er lögð af þá eykur þú framboðið á áfengi þannig að fólk mun sjálfkrafa kaupa meira af áfengi,“ segir Sperkova. Aðspurð hvort löggjafarvaldið gæti ekki einfaldlega sett lög sem setja skorður á sölu einkarekinna verslana á áfengi segir hún vísbendingar um að það virki ekki. „Þá sjá verslanirnar sjálfar um eftirlitið og það eru vísbendingar um að það virkar ekki. Þegar kemur að auglýsingum lofar iðnaðurinn að beina ekki áfengisauglýsingum að unglingum og lofar að kynvæða ekki áfengisauglýsingar, en þetta gerist á hverjum degi þar sem áfengissala er frjáls.“Segir neyslu aukast samfara auknu aðgengi Hún segir fyrirséð að ef áfengissala verður leyfð í matvöruverslununum á Íslandi þá muni neyslan aukast, og bendir á að í Finnlandi hafi neyslan aukist um fimmtán prósent eftir að ríkiseinokun var aflétt.Tengsl milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis Þá nefnir hún að mikil tengsl séu á milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis. Aukið aðgengi leiði til aukinnar neyslu og það muni auka ofbeldi. „Á svæðum þar sem er meira um áfengisauglýsingar, er meira um kynbundið ofbeldi. Auglýsingar auka áfengisneyslu og það eykur ofbeldið.“„Yrðu mikil mistök“ Hún er því ekki hrifin af því að að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum hér á landi. „Það yrðu mikil mistök. Í gegnum ríkiseinokun hafa Íslendingar enn þá aðgengi að áfengi, þannig að enginn er að banna það, en áfengi er vímuefni sem getur valdið fíkn og þarf því eftirlit. Íslendingar fá því áfengi áfram en það veldur ekki eins miklum skaða ef salan á því verður gerð frjáls.“ Tengdar fréttir Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16 Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Ég myndi ráðleggja Íslendingum að halda áfram ríkiseinokun á áfengi,“ segir Kristina Sperkova, forseti alþjóðabindindissamtakanna IOGT. Sperkova var fengin hingað til lands af IOGT á Íslandi til að halda erindi á hádegisfundi samtakanna í Brautarholti í Reykjavík í dag þar sem viðbrögð og viðhorf Íslendinga til áfengisfrumvarpsins voru rædd. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, voru einnig með erindi á fundinum en Sigrún Ósk ræddi tilgang og forvarnagildi sérverslana ÁTVR. IOGT hafa staðið fyrir forvörnum á Íslandi frá árinu 1884 en auk þess segja þau mannúðar- friðar og menningarmál og umhverfisvernd skipa veigamikinn sess í stefnu þeirra og starfi. Eina skilyrði fyrir félagsaðild er yfirlýsing um að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. Kristina Sperkova.Sperkova er frá Slóvakíu en hún hefur sinnt forvarnarstarfi fyrir þessi samtök frá 18 ára aldri. Áður en hún tók við sem forseti alþjóðasamtakanna fór hún fyrir Evrópuhluta IOGT.3,3 milljónir dauðsfalla á hverju ári Vísir ræddi við hana eftir hádegisfundinn en þar benti hún á tölur frá alþjóðheilbrigðisstofnuninni WHO, frá janúar 2015, sem segja að 3,3 milljónir manna láta lífið á hverju ári sökum áfengisneyslu, sem er 5,9 prósent af öllum dauðsföllum. Þá benti hún einnig á að samfélagslegur kostnaður Evrópusambandslandanna vegna skaðsemi af áfengisneyslu sé áætlaður um 156 milljarðar evra á hverju ári. Hún segir að ríki stýri best áfengisneyslu borgara sinna með því að stýra aðgengi, verði og banna áfengisauglýsingar.Segir einkareknar verslanir ekki slaka á kröfum um sölu „Ef þú ert með ríkisrekstur, sem miðast ekki af hagnaði, er hægt að stjórna á hvaða tímum dags áfengi er selt og áfengi er ekki selt til fólks sem er þegar ölvað. Þetta verður ekki veruleikinn hjá einkareknum verslunum sem selja áfengi, því þær hugsa bara um hagnað og þeirra ábyrgð er gagnvart hluthöfum sínum. Þær munu því aldrei slaka á kröfum um sölu. Ef ríkiseinokunin á áfengi er lögð af þá eykur þú framboðið á áfengi þannig að fólk mun sjálfkrafa kaupa meira af áfengi,“ segir Sperkova. Aðspurð hvort löggjafarvaldið gæti ekki einfaldlega sett lög sem setja skorður á sölu einkarekinna verslana á áfengi segir hún vísbendingar um að það virki ekki. „Þá sjá verslanirnar sjálfar um eftirlitið og það eru vísbendingar um að það virkar ekki. Þegar kemur að auglýsingum lofar iðnaðurinn að beina ekki áfengisauglýsingum að unglingum og lofar að kynvæða ekki áfengisauglýsingar, en þetta gerist á hverjum degi þar sem áfengissala er frjáls.“Segir neyslu aukast samfara auknu aðgengi Hún segir fyrirséð að ef áfengissala verður leyfð í matvöruverslununum á Íslandi þá muni neyslan aukast, og bendir á að í Finnlandi hafi neyslan aukist um fimmtán prósent eftir að ríkiseinokun var aflétt.Tengsl milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis Þá nefnir hún að mikil tengsl séu á milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis. Aukið aðgengi leiði til aukinnar neyslu og það muni auka ofbeldi. „Á svæðum þar sem er meira um áfengisauglýsingar, er meira um kynbundið ofbeldi. Auglýsingar auka áfengisneyslu og það eykur ofbeldið.“„Yrðu mikil mistök“ Hún er því ekki hrifin af því að að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum hér á landi. „Það yrðu mikil mistök. Í gegnum ríkiseinokun hafa Íslendingar enn þá aðgengi að áfengi, þannig að enginn er að banna það, en áfengi er vímuefni sem getur valdið fíkn og þarf því eftirlit. Íslendingar fá því áfengi áfram en það veldur ekki eins miklum skaða ef salan á því verður gerð frjáls.“
Tengdar fréttir Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16 Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16
Vilhjálmur hyggst leggja áfengisfrumvarpið fram á ný Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur áhyggjur af frjálsri áfengissölu óþarfar. 6. júlí 2015 07:00
Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17