Innlent

Forsendur stjórnvalda um Vaðlaheiðargöng óraunhæfar

Mynd/úr skýrslunni
Pálmi Kristinsson, verkfræðingur hefur tekið saman skýrslu um Vaðlaheiðargöng. Þar byggir hann á eigin útreikningum og athugunum á kostnaðarþáttum, tekjuþáttum og fjármögnun ríkisins auk þess sem stuðst er við fyrirliggjandi forsendum stjórnvalda.

Meginniðurstöður skýrslunnar eru að innheimta veggjalda muni ekki ná að standa undir öllum kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Einnig býst hann við að endanlegur kostnaður við göngin verði hærri en gert er ráð fyrir.

Hann gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir að hafa haldið fram röngum fullyrðingum um arðsemi verkefnisins.

Pálmi hefur verkfræðipróf frá Háskóla Íslands (1981) og meistaragráðu í verkefna­stjórnun, opinberri áætlanagerð og gerð fjárfestingaáætlana frá Tækniháskólanum í Kaupmanna­höfn. Hann hefur komið að ýmsum stórframkvæmdum gegnum árin, meðal annars undirbúningi fyrir Hvalfjarðargöng.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér á vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×