Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2015 10:32 „Það er talað fallega um okkur á tyllidögum en síðan erum við ekki virtir viðlits,“ segir Snorri. vísir/pjetur „Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29