Innlent

Formaður velferðarráðs: Klám er gróft ofbeldi

Erla Hlynsdóttir skrifar
Ummæli Jóns Gnarr hafa vakið blendin viðbrögð
Ummæli Jóns Gnarr hafa vakið blendin viðbrögð

Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er einn þeirra fjölmörgu sem finnst ekki við hæfi að Jón Gnarr borgarstjóri hafi haft klámnotkun sína í flimtingum í viðtali við franskan fréttamann. „Það er ekki á hverjum degi sem maður getur sagst vera sammála Sóley Tómasdóttur og Hönnu Birnu í sama málinu - sú stund er runnin upp !," segir Hrannar Björn á Facebook-síðu sinni.

Sem kunnugt er óskaði Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, eftir því að ummælin yrðu rædd í á fundi borgarráðs í dag og fannst óviðeigandi að borgarstjóri „normalíseraði" klámnotkun á þennan hátt. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið undir með Sóleyju og nú bætist Hrannar Björn í hópinn.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, gerir ummælin einnig að umtalsefni á sinni Facebook-síðu og er hún öllu harðorðari en Hrannar. Björk segir: „Klám er gróft ofbeldi. Skil því ekki afhverju borgarstjóri var að segja þetta, þar sem hann er einlægur talsmaður gegn ofbeldi. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar hafnar klámi," segir hún.




Tengdar fréttir

Klámnotkun Jóns Gnarr rædd í borgarráði

Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×