Innlent

Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Snorri harmar það mjög að dregið hafi verið úr landamæraeftirliti um álfuna.
Snorri harmar það mjög að dregið hafi verið úr landamæraeftirliti um álfuna. vísir/aðsend/getty
„Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifar Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni í gær.

Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar hann deilir frétt af hörmungunum í París í gær. Með fréttinni ritar hann „Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á öryggi almennra borgara, niðurskurðar til löggæslumála, skertra forvirkra rannsóknarheimilda lögreglu og almennrar linkinar og umburðarlyndis Evrópu allrar gagnvarp innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða vestrænna gilda lýð- og frjálsræðis.“

Snorri áréttar að vísu að með þessu sé hann ekki að deila á íslam eða Kóraninn heldur sé hann aðeins að vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að stjórnvöld á Vesturlöndum séu að fórna öryggi eigin borgara. Slíkt sé stórhættulegt í ljósi þess að Vesturlöndin hafa hafa háð heilagt stríð um yfirráð yfir olíulindum og staðsetningu olíuleiðslna.

„Þetta [Schengen-samstarfið] lítur allt saman vel út á pappírunum en það gengur ekki upp í praxís meðal annars vegna þess gegndarlausa niðurskurðar til löggæslumál,“ segir Snorri. „Margir útverði Schengen eru með um hundrað evrur í mánaðarlaun og það sé það hver heilvitamaður að það þarf ekki margar evrur til að fá þá til að loka blinda auganu.“

Ekki náðist í Snorra við vinnslu fréttarinnar.

Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á ö...

Posted by Snorri Magnússon on Friday, 13 November 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×