Forgangsröðun í utanríkismálum Baldur Þórhallsson skrifar 24. júní 2013 08:30 Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar