Erlent

Foreldrar ölvaðir með börnin í sumarfríi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tyrkland er meðal vinsælustu sumarleyfisstaða norskra barnafjölskyldna.
Tyrkland er meðal vinsælustu sumarleyfisstaða norskra barnafjölskyldna. NordicPhotos/Getty
Þrettán prósent Norðmanna hafa á ferðum sínum erlendis séð lítil norsk börn í fylgd með ölvuðum foreldrum sínum síðastliðið ár. Þetta eru niðurstöður könnunar norska tryggingafélagsins Europeiske Reiseforsikring. Flestir, eða 27 prósent, höfðu séð slík tilfelli í Tyrklandi, að því er segir á fréttavef Aftenposten.

Haft er eftir presti við sjómannakirkjuna í Alanya, Jens Bjørnsgård, að fjöldi svokallaðra félagslegra tilfella hafi aukist undanfarin ár. Stundum leiti einstaklingarnir sjálfir til kirkjunnar en oft sé komið með þá þangað. Þeir verði oft ánægðir með að fá aðstoð og segist ekki skilja hvernig hlutirnir hafi getað farið svona úrskeiðis.

Í fyrra hafi tilfellin verið 50 til 60, flest vegna geðrænna vandamála eða neyslu vímuefna.

Aðeins fjögur til átta prósent Norðmanna höfðu séð ölvaða norska foreldra með börn á Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi. Upplýsingafulltrúi ferðaskrifstofunnar Star Tour, Elisabeth Larsen-Vonstett, telur að drykkjan verði meira áberandi á stöðum þangað sem farið er í skipulagðar ferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×