Foreldrar berjast við kerfið fyrir talþjálfun 17. september 2012 02:00 „Það mætti alveg einfalda lífið og færa þessa þjónustu inn í skólana,“ segir Sigurður Jónas Eggertsson. Hann kveður mjög erfitt fyrir foreldra að þeytast um allt með börn í alls kyns greiningar og til sérfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi. Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands. Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir. ?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji. Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins. gar@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi. Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands. Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir. ?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji. Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira