Foreldrar berjast við kerfið fyrir talþjálfun 17. september 2012 02:00 „Það mætti alveg einfalda lífið og færa þessa þjónustu inn í skólana,“ segir Sigurður Jónas Eggertsson. Hann kveður mjög erfitt fyrir foreldra að þeytast um allt með börn í alls kyns greiningar og til sérfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi. Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands. Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir. ?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji. Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins. gar@frettabladid.is Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi. Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands. Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir. ?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji. Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins. gar@frettabladid.is
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira