Fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2015 20:00 Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“. Alþingi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“.
Alþingi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira