Fólk með lifrarbólgu C fær úrelt lyf í sparnaðarskyni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 2. maí 2015 19:15 Á Íslandi eru gefin lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C. Meðferðin er löng og erfið og notkun þeirra hefur í för með sér gríðarlegar aukaverkanir . Helgi V. Sverrisson formaður Félags lifrarsjúklinga segir að sjúklingar gangi í gegnum miklar þjáningar á lyfjakúrnum sé auk þess mjög langur, fólk missi stundum allt hárið og þurfi að vera rúmfast. Það kostar um það bil fimm til átta milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og svörunin er einungis á bilinu 50 til 70 prósent. Þróunin í lyfjaiðnaðinum er hröð og á tveimur árum hafa komið fram fern ný líftæknilyf, Sofusbuvir, Daklinza,Olysio og Harvonir. Þau hafa mun færri aukaverkanir og svörun við meðferð er um 95 prósent. Það kostar hins vegar um fimmtán milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og það er ástæða þess að þau eru ekki flutt til landsins. Þetta er ekki eina dæmið um að hópum með ákveðna sjúkdóma sé neitað um bestu fáanlegu meðferð, til að mynda eru nýleg dæmi um slíkt gagnvart krabbameinssjúkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu getur talsverður fjöldi sjúklinga ekki beðið lengur eftir nýju lifrarbólgulyfjunum. Þeir eru mjög veikir og svara ekki meðferð með gömlu lyfjunum. Helgi V. Sverrisson segir ekkert um þetta að segja. Þetta sé veruleikinn, Ísland sé þriðja flokks ríki í heilbrigðismálum. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri segir að sérfræðingar spítalans telji rétt að nota þessi nýju lyf en sjúkratryggingar hafi forræði yfir málinu. Aðspurður hvort það eigi ekki að vera læknar sem forgangsraði í heilbrigðiskerfinu og ákveði hvort veita skuli meðferð sem getur verið spurning upp á líf og dauða segir Ólafur rétt að ítreka að að spítalinn telji rétt að veita bestu fáanlegu meðferð. Hann segir að það sé mjög umhugsunarvert hvernig staðið sé að þessum málum og það væri ákjósanlegt að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu væri á forræði lækna en ekki sjúkratrygginga. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Á Íslandi eru gefin lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C. Meðferðin er löng og erfið og notkun þeirra hefur í för með sér gríðarlegar aukaverkanir . Helgi V. Sverrisson formaður Félags lifrarsjúklinga segir að sjúklingar gangi í gegnum miklar þjáningar á lyfjakúrnum sé auk þess mjög langur, fólk missi stundum allt hárið og þurfi að vera rúmfast. Það kostar um það bil fimm til átta milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og svörunin er einungis á bilinu 50 til 70 prósent. Þróunin í lyfjaiðnaðinum er hröð og á tveimur árum hafa komið fram fern ný líftæknilyf, Sofusbuvir, Daklinza,Olysio og Harvonir. Þau hafa mun færri aukaverkanir og svörun við meðferð er um 95 prósent. Það kostar hins vegar um fimmtán milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og það er ástæða þess að þau eru ekki flutt til landsins. Þetta er ekki eina dæmið um að hópum með ákveðna sjúkdóma sé neitað um bestu fáanlegu meðferð, til að mynda eru nýleg dæmi um slíkt gagnvart krabbameinssjúkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu getur talsverður fjöldi sjúklinga ekki beðið lengur eftir nýju lifrarbólgulyfjunum. Þeir eru mjög veikir og svara ekki meðferð með gömlu lyfjunum. Helgi V. Sverrisson segir ekkert um þetta að segja. Þetta sé veruleikinn, Ísland sé þriðja flokks ríki í heilbrigðismálum. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri segir að sérfræðingar spítalans telji rétt að nota þessi nýju lyf en sjúkratryggingar hafi forræði yfir málinu. Aðspurður hvort það eigi ekki að vera læknar sem forgangsraði í heilbrigðiskerfinu og ákveði hvort veita skuli meðferð sem getur verið spurning upp á líf og dauða segir Ólafur rétt að ítreka að að spítalinn telji rétt að veita bestu fáanlegu meðferð. Hann segir að það sé mjög umhugsunarvert hvernig staðið sé að þessum málum og það væri ákjósanlegt að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu væri á forræði lækna en ekki sjúkratrygginga.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira