Föðurlandssvikari skrifar Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 11. júlí 2014 09:50 Það er varla að maður nenni að fylgjast með, hvað þá taka þátt í, umræðum á Íslandi um ýmis mál þegar maður býr í útlöndum og getur leyft sér að hunsa hversdagsvandamálin „heima". En þegar svo vill til að ég er stödd á landinu þegar enn einu sinni er tekinn upp hræðsluáróðurinn gegn erlendum landbúnaðarvörum, þá spyr ég mig nú hvort ég sé virkilega í lífshættu þegar ég legg mér til munns útlenskt kjöt, egg, smjör og ost dagsdaglega. Ég velti því líka fyrir mér hvort ég sé gjörsamlega blind að sjá ekki hversu illa haldin gestgjafaþjóð mín er af allskonar sjúkdómum og óáran eftir að hafa verið alin á öllum þessum viðbjóðslegu pöddum og bakteríum sem leynast víst í matvælunum þar. Var ég líka sú eina sem fékk ekki minnisblaðið um að Íslendingar verði alltaf að nesta sig rækilega upp áður en þeir skreppa til útlanda í frí? Ég ætla mér nú ekkert að besservissast um út-og innflutning, tolla og afkomu íslensks landbúnaðar, það verða talnagleggri menn en ég að gera. En ég ætlast að minnsta kosti til þess að þessi umræða sé vitræn og byggð á staðreyndum og raunsæi en ráðist ekki af heilaþvotti og hræðsluáróðri sem sprottnir eru af fortíðarþrá, draumsýn og ljóðunum hans Jónasar um hreinleika og fegurð landsins og alls kviks sem þar fyrirfinnst. Ísland var efalaust óskaplega hreint og ómengað, búskaparhættir heilbrigðir og landbúnaðarafurðir þar af leiðandi hreinar og hollar á dögum Jónasar. Þessum hreinleika íslenskrar náttúru hefur síðan verið hampað mikið, ekki síst á erlendri grundu, til að laða hingað ferðamenn, kvikmyndagerðarmenn og hverja þá aðra sem mögulega væri hægt að græða pening á. Og eftir því sem útlendingar hafa hrósað landinu oftar, þeim mun montnari hefur þjóðin orðið af "Cleanest water in the world" og "Cleanest air in the world". Lýsingarorð í efsta stigi voru ofnotað fyrirbæri í íslensku máli löngu áður en allir fóru að verða "sætasti", "besti minn" og "fallegust" á samfélagsmiðlunum. En áttum okkur á einni staðreynd: Það að vatnið á Íslandi var tært, loftið hreint og náttúran ósnortin hafði akkúrat ekkert með það að gera að Íslendingar væru svo svakalega meðvitaðir um mikilvægi náttúruverndar, að þeim væri umhverfisvernd og virðing fyrir landinu í blóð borin eða þeir aldir upp í auðmýkt og lotningu fyrir hreinleika náttúrunnar. Nei við vorum bara svo heppin að Ísland er stórbrotið náttúruundur með hentuga landfræðilega staðsetningu, ung eyja með ennþá yngri þjóð. Hér hefur maðurinn einfaldlega ekki haft eins langan tíma og víða annars staðar til að setja mark sitt á umhverfið. Við vorum lengstum fátæk, hálfgleymd þjóð norður í hafi, svo að segja sniðgengin af iðnbyltingunni og kolamengun þar sem svo vildi til að hér voru engin tré til að búa til kol. Það er beinlínis bara tilviljun að það Ísland sem við þekkjum skuli enn vera svona hreint, við sem nú lifum erum svo heppin að vera uppi núna en ekki eftir t.d. 200 ár þegar mengunin verður orðin mun meiri og loftslagsbreytingar hafa sorfið landið meira til. Íslendingar eru alveg jafn sólgnir í peninga og aðrar þjóðir. Ef eitthvað er erum við ginkeyptari fyrir skammtímagróða en margar þjóðir, einfaldlega vegna þess að við skynjum ekki tíma á sama hátt og samfélög sem hófu að byggjast upp löngu áður en nokkur eygði eyjuna okkar, og voru farin að reisa margra hæða mannvirki og hallir meðan Íslendingar hírðust enn í holum í jörðinni. Það er bara þessi aldursmunur sem gerir það að verkum að við teljum okkur betri en hina; íslenska þjóðin er með unglingaveikina, grípur fyrir eyrun og æpir á "fullorðna fólkið", það er hinar þjóðirnar í kringum okkur. Abbabbabb, hvað ætli þær viti og kunni svosem? Ég hef nokkuð nýlega dvalið í sveit í ensku miðlöndunum. Bóndadótturinni mér þótti andrúmsloftið og samfélagið skemmtilega kunnuglegt. Þarna fann ég fyrir svipaðar persónur og í sveitinni minni. Fólkinu þarna þykir líka alveg jafn vænt um landið sitt og skepnurnar og íslenskum bændum. Þeim er umhugað að yrkja jörðina af alúð og tryggja að moldin haldi áfram að gefa af sér um ókomna tíð. Þeirra ær og kýr virtust mér alveg jafn hamingjusamar skepnur og þær sem ég ólst upp við að sjá jórtrandi úti á túni. Hjónin sem ég dvaldi hjá voru með hænur og seldu egg. Eggin settu krakkarnir í bakka á hverjum morgni og skildu eftir í litlu skýli neðst við heimreiðina. Þar var líka baukur og spjald sem sagði til um hvað eggin kostuðu - lítill bakki, stór bakki eða stök egg. Svo renndi fólkið í grenndinni við, nældi sér í glæný egg og skildi greiðslu eftir í bauknum. Og uppgjörið stemmdi nánast alltaf, upp á penný. Ég sólaði mig stundum við hliðina á hænsnagirðingunni með fiðruðu vinkonum mínum og pírði augun til að horfa á lömbin úti á túni leika sér, tuggði strá og þakkaði skaparanum fyrir augnablikið. Þessi sveit var ekkert verri en íslensk sveit, ekki þar með sagt betri, en alls engu verri. Bændunum þarna var umhugað að tryggja sauðfjárveikivarnir, enda sat í þeim angistin frá því að gin-og klaufaveiki gaus upp á svæðinu fyrir nokkrum árum. Við þurftum því t.d. að dýfa stígvéluðum fótunum í bala með sótthreinsilegi í hvert sinn sem við mættum á nýjan fjármarkað með bústofn til að selja, og áhorfendur áttu ekkert að vera að þvælast inn í stíurnar hjá skepnunum. Já, þarna nefnilega rúnta bændurnir milli markaða og selja fé sitt á fæti. Craig, bóndinn sem ég dvaldi hjá, útskýrði fyrir mér hvernig hann reyndi að sjá fyrir hvenær og hvar yrði mest eftirspurn hverju sinni. Til að mynda væri best að losna við fullorðnar ær þegar nálgaðist lok Ramadan því kjötið af þeim væri vinsælt meðal múslimskra innflytjenda sem gerðu sér glaðan dag eftir föstuna. Sjálf náði ég mér í fersk egg í eggjakassana á hverjum morgni og borðaði stundum með þeim beikon úr héraðinu. Ég setti ógerilsneydda, akfeita mjólk út í teið mitt, mjólk sem ég keypti á glerflösku í þorpsbúðinni, og svo buðu gestgjafarnir mér í heljar grillveislu þar sem ég borðaði bæði kjúkling, lamb og beljukjöt sem þau höfðu fengið hjá nágrönnunum sem ráku kúabú. Mér varð alls ekki meint af þessari vist og fitnaði nú ekki þar sem ég gekk margar mílur á hverjum degi til að skoða þessa fallegu sveit, enda mjög þægilegir merktir göngustígar þvers og kruss milli túnanna og beitarhólfanna. Ég skildi þarna loksins hvers vegna sögupersónur Jane Austen eru alltaf í endalausum labbitúrum. Ég er ekkert illa gefin samt, ég veit að í Bretlandi er til fólk sem fer ekki eftir settum reglum, fer illa með skepnur og hugsar meira um gróða en gæði. Það eru til stórar „verksmiðjur" sem framleiða kjöt og mjólk og grænmeti og þar hefur hugsjónin algjörlega farið forgörðum. En þannig er það nú bara líka á Íslandi, enda höfum við t.d. nýlega heyrt fréttir af slæmri meðferð á kjúklingum og svínum. Og hversu dugleg erum við að gæta að „hreinleika" íslenskrar náttúru og bústofns ef hestamenn, golfspilarar og fjallgöngumenn valsa hér inn og út úr landinu með notaðan búnað? Ættum við ekki að byrja á því að taka fyrir slíkan sóðaskap áður en við förum að æpa um stórhættulegar erlendar landbúnaðarvörur? Landbúnaðarvörur sem eru svo bara allt í einu hin fínasta afurð þegar birgðirnar okkar klárast og Mjólkursamsalan þarf að græða meiri pening fyrir jólin? Íslendingar eru ekki allir góðir og við megum ekki vera svo barnaleg að halda að við séum eitthvað betri en nágrannaþjóðir okkar. Við erum ekkert verri kannski, en að upplagi erum við sko ekkert betri. Við höfum e.t.v. ekki enn spillt landinu okkar jafn mikið, ekki mengað jafn mikið og ekki gert jafn mörg mistök sem samfélag, en „give us time" - þær hafa bara svo gott forskot á okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er varla að maður nenni að fylgjast með, hvað þá taka þátt í, umræðum á Íslandi um ýmis mál þegar maður býr í útlöndum og getur leyft sér að hunsa hversdagsvandamálin „heima". En þegar svo vill til að ég er stödd á landinu þegar enn einu sinni er tekinn upp hræðsluáróðurinn gegn erlendum landbúnaðarvörum, þá spyr ég mig nú hvort ég sé virkilega í lífshættu þegar ég legg mér til munns útlenskt kjöt, egg, smjör og ost dagsdaglega. Ég velti því líka fyrir mér hvort ég sé gjörsamlega blind að sjá ekki hversu illa haldin gestgjafaþjóð mín er af allskonar sjúkdómum og óáran eftir að hafa verið alin á öllum þessum viðbjóðslegu pöddum og bakteríum sem leynast víst í matvælunum þar. Var ég líka sú eina sem fékk ekki minnisblaðið um að Íslendingar verði alltaf að nesta sig rækilega upp áður en þeir skreppa til útlanda í frí? Ég ætla mér nú ekkert að besservissast um út-og innflutning, tolla og afkomu íslensks landbúnaðar, það verða talnagleggri menn en ég að gera. En ég ætlast að minnsta kosti til þess að þessi umræða sé vitræn og byggð á staðreyndum og raunsæi en ráðist ekki af heilaþvotti og hræðsluáróðri sem sprottnir eru af fortíðarþrá, draumsýn og ljóðunum hans Jónasar um hreinleika og fegurð landsins og alls kviks sem þar fyrirfinnst. Ísland var efalaust óskaplega hreint og ómengað, búskaparhættir heilbrigðir og landbúnaðarafurðir þar af leiðandi hreinar og hollar á dögum Jónasar. Þessum hreinleika íslenskrar náttúru hefur síðan verið hampað mikið, ekki síst á erlendri grundu, til að laða hingað ferðamenn, kvikmyndagerðarmenn og hverja þá aðra sem mögulega væri hægt að græða pening á. Og eftir því sem útlendingar hafa hrósað landinu oftar, þeim mun montnari hefur þjóðin orðið af "Cleanest water in the world" og "Cleanest air in the world". Lýsingarorð í efsta stigi voru ofnotað fyrirbæri í íslensku máli löngu áður en allir fóru að verða "sætasti", "besti minn" og "fallegust" á samfélagsmiðlunum. En áttum okkur á einni staðreynd: Það að vatnið á Íslandi var tært, loftið hreint og náttúran ósnortin hafði akkúrat ekkert með það að gera að Íslendingar væru svo svakalega meðvitaðir um mikilvægi náttúruverndar, að þeim væri umhverfisvernd og virðing fyrir landinu í blóð borin eða þeir aldir upp í auðmýkt og lotningu fyrir hreinleika náttúrunnar. Nei við vorum bara svo heppin að Ísland er stórbrotið náttúruundur með hentuga landfræðilega staðsetningu, ung eyja með ennþá yngri þjóð. Hér hefur maðurinn einfaldlega ekki haft eins langan tíma og víða annars staðar til að setja mark sitt á umhverfið. Við vorum lengstum fátæk, hálfgleymd þjóð norður í hafi, svo að segja sniðgengin af iðnbyltingunni og kolamengun þar sem svo vildi til að hér voru engin tré til að búa til kol. Það er beinlínis bara tilviljun að það Ísland sem við þekkjum skuli enn vera svona hreint, við sem nú lifum erum svo heppin að vera uppi núna en ekki eftir t.d. 200 ár þegar mengunin verður orðin mun meiri og loftslagsbreytingar hafa sorfið landið meira til. Íslendingar eru alveg jafn sólgnir í peninga og aðrar þjóðir. Ef eitthvað er erum við ginkeyptari fyrir skammtímagróða en margar þjóðir, einfaldlega vegna þess að við skynjum ekki tíma á sama hátt og samfélög sem hófu að byggjast upp löngu áður en nokkur eygði eyjuna okkar, og voru farin að reisa margra hæða mannvirki og hallir meðan Íslendingar hírðust enn í holum í jörðinni. Það er bara þessi aldursmunur sem gerir það að verkum að við teljum okkur betri en hina; íslenska þjóðin er með unglingaveikina, grípur fyrir eyrun og æpir á "fullorðna fólkið", það er hinar þjóðirnar í kringum okkur. Abbabbabb, hvað ætli þær viti og kunni svosem? Ég hef nokkuð nýlega dvalið í sveit í ensku miðlöndunum. Bóndadótturinni mér þótti andrúmsloftið og samfélagið skemmtilega kunnuglegt. Þarna fann ég fyrir svipaðar persónur og í sveitinni minni. Fólkinu þarna þykir líka alveg jafn vænt um landið sitt og skepnurnar og íslenskum bændum. Þeim er umhugað að yrkja jörðina af alúð og tryggja að moldin haldi áfram að gefa af sér um ókomna tíð. Þeirra ær og kýr virtust mér alveg jafn hamingjusamar skepnur og þær sem ég ólst upp við að sjá jórtrandi úti á túni. Hjónin sem ég dvaldi hjá voru með hænur og seldu egg. Eggin settu krakkarnir í bakka á hverjum morgni og skildu eftir í litlu skýli neðst við heimreiðina. Þar var líka baukur og spjald sem sagði til um hvað eggin kostuðu - lítill bakki, stór bakki eða stök egg. Svo renndi fólkið í grenndinni við, nældi sér í glæný egg og skildi greiðslu eftir í bauknum. Og uppgjörið stemmdi nánast alltaf, upp á penný. Ég sólaði mig stundum við hliðina á hænsnagirðingunni með fiðruðu vinkonum mínum og pírði augun til að horfa á lömbin úti á túni leika sér, tuggði strá og þakkaði skaparanum fyrir augnablikið. Þessi sveit var ekkert verri en íslensk sveit, ekki þar með sagt betri, en alls engu verri. Bændunum þarna var umhugað að tryggja sauðfjárveikivarnir, enda sat í þeim angistin frá því að gin-og klaufaveiki gaus upp á svæðinu fyrir nokkrum árum. Við þurftum því t.d. að dýfa stígvéluðum fótunum í bala með sótthreinsilegi í hvert sinn sem við mættum á nýjan fjármarkað með bústofn til að selja, og áhorfendur áttu ekkert að vera að þvælast inn í stíurnar hjá skepnunum. Já, þarna nefnilega rúnta bændurnir milli markaða og selja fé sitt á fæti. Craig, bóndinn sem ég dvaldi hjá, útskýrði fyrir mér hvernig hann reyndi að sjá fyrir hvenær og hvar yrði mest eftirspurn hverju sinni. Til að mynda væri best að losna við fullorðnar ær þegar nálgaðist lok Ramadan því kjötið af þeim væri vinsælt meðal múslimskra innflytjenda sem gerðu sér glaðan dag eftir föstuna. Sjálf náði ég mér í fersk egg í eggjakassana á hverjum morgni og borðaði stundum með þeim beikon úr héraðinu. Ég setti ógerilsneydda, akfeita mjólk út í teið mitt, mjólk sem ég keypti á glerflösku í þorpsbúðinni, og svo buðu gestgjafarnir mér í heljar grillveislu þar sem ég borðaði bæði kjúkling, lamb og beljukjöt sem þau höfðu fengið hjá nágrönnunum sem ráku kúabú. Mér varð alls ekki meint af þessari vist og fitnaði nú ekki þar sem ég gekk margar mílur á hverjum degi til að skoða þessa fallegu sveit, enda mjög þægilegir merktir göngustígar þvers og kruss milli túnanna og beitarhólfanna. Ég skildi þarna loksins hvers vegna sögupersónur Jane Austen eru alltaf í endalausum labbitúrum. Ég er ekkert illa gefin samt, ég veit að í Bretlandi er til fólk sem fer ekki eftir settum reglum, fer illa með skepnur og hugsar meira um gróða en gæði. Það eru til stórar „verksmiðjur" sem framleiða kjöt og mjólk og grænmeti og þar hefur hugsjónin algjörlega farið forgörðum. En þannig er það nú bara líka á Íslandi, enda höfum við t.d. nýlega heyrt fréttir af slæmri meðferð á kjúklingum og svínum. Og hversu dugleg erum við að gæta að „hreinleika" íslenskrar náttúru og bústofns ef hestamenn, golfspilarar og fjallgöngumenn valsa hér inn og út úr landinu með notaðan búnað? Ættum við ekki að byrja á því að taka fyrir slíkan sóðaskap áður en við förum að æpa um stórhættulegar erlendar landbúnaðarvörur? Landbúnaðarvörur sem eru svo bara allt í einu hin fínasta afurð þegar birgðirnar okkar klárast og Mjólkursamsalan þarf að græða meiri pening fyrir jólin? Íslendingar eru ekki allir góðir og við megum ekki vera svo barnaleg að halda að við séum eitthvað betri en nágrannaþjóðir okkar. Við erum ekkert verri kannski, en að upplagi erum við sko ekkert betri. Við höfum e.t.v. ekki enn spillt landinu okkar jafn mikið, ekki mengað jafn mikið og ekki gert jafn mörg mistök sem samfélag, en „give us time" - þær hafa bara svo gott forskot á okkur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun