Innlent

FME fékk frest frá umboðsmanni Alþingis

Fjármálaeftirlitið svaraði ekki fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um tilmæli sem FME og Seðlabankinn gáfu út í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán áður en frestur sem umboðsmaður setti rann út í gær.

Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME, segir að umboðsmaður hafi veitt umbeðinn frest fram í næstu viku. FME hafi viljað vanda til svarsins og hafi þurft lengri tíma vegna sumarleyfa og anna. Ekki fékkst svar frá Seðlabankanum í gær um hvort Seðlabankinn hefði svarað tilmælum umboðsmanns.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×