Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð 9. desember 2011 08:00 Áhættumat hefur leitt í ljós að trén í Öskjuhlíðinni hafa vaxið verulega upp fyrir svokallaðan hindranaflöt vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. FRéttablaðið/Vilhelm „Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira