Fluguköst til að styrkja sál og líkama Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. júní 2016 14:15 Hópurinn sem fór í Kastað til bata veiðiferðina í vikunni, þátttakendur, skipuleggjendur og leiðsögumenn. „Kastað til bata“ er verkefni á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið í veiðiferð. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum, „Casting for recovery“, og er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða ef heppnin er með.Ómetanleg upplifunÍ síðasta mánuði var farið í sjöunda sinn í „Kastað til bata“ veiðiferð og tók Guðrún Kristín Svavarsdóttir næringarrekstrarfræðingur þá þátt í verkefninu í annað sinn. Í fyrra fór hún sjálf í veiðiferðina í Laxá í Kjós en núna var hún einn af skipuleggjendunum þegar farið var í Langá á Mýrum. „Það er ómetanlegt fyrir konur í þessari stöðu að hittast til að styrkja sig á sálinni. Að skipta algjörlega um umhverfi og fara út í fallega íslenska náttúru með hressum og flottum konum sem eru búnar að vera að kljást við það sama og maður sjálfur. Þarna erum við að leita stuðnings hjá hver annarri, hver og ein miðlar upplýsingum og þiggur upplýsingar og þetta veitir ótrúlegan styrk,“ lýsir Guðrún. Hún nefnir að auk þess sé stangveiði góð líkamleg æfing fyrir konur sem hafa misst brjóst sín. Sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein 46 ára gömul og var í meðferð árið 2014. „Hjá mér var vinstra brjóstið og eitlar teknir og þetta eru góðar líkamlegar æfingar fyrir þessi svæði. Ég kláraði mína meðferð 2014, er þó enn að sprauta mig á fjögurra vikna fresti og tek töflur á hverjum degi en allt þetta stóra er búið.“Guðrún segir það vera æðislegt að vera komin í vöðlur og leiðast svo tvær og tvær og krossa árnar alveg þvert.Ekki hægt án stuðningsaðila Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu en Guðrún segir að svona veiðiferð myndi aldrei takast nema með góðum stuðningsaðilum. „Þar er Stangveiðifélag Reykjavíkur og Veiðihornið, að öllum öðrum ólöstuðum, með rosalega flottan stuðning við okkur og styrki. Fimm til sjö leiðsögumenn og vanir fluguveiðimenn frá Stangveiðifélaginu koma með í ferðina og kenna þátttakendum að kasta flugu. Fjórtán konur fara í ferðirnar og oftast er hver leiðsögumaður með tvær til þrjár konur að kenna réttu handtökin og tæknina. Við veiðum nú samt ekkert,“ segir Guðrún og skellir upp úr en segir að það sé heldur ekki tilgangurinn með ferðinni. „Það veiddist ekkert í þessari ferð en í fyrra veiddust nokkrir grútlegnir laxar. Það er aðalatriðið að vera saman úti í náttúrunni, það er ómetanlegt. Í þessum ferðum sem ég hef farið í hefur verið hátt í 30 ára aldursmunur á konunum en það skiptir engu máli. Það er gott að heyra hvernig konur upplifa þetta ólíkt og það er misjafnt hvernig við tökumst á við þetta þannig að við getum virkilega lært hver af annarri.“"Það er aðalatriðið að vera saman úti í náttúrunni, það er ómetanlegt,“ segir Guðrún.Flestar að reyna nýja hluti Þrátt fyrir að vera í því að skipuleggja ferðina að þessu sinni, að passa að allt gengi sem best og yrði sem þægilegast fyrir þátttakendur, fékk Guðrún tækifæri til að kasta sjálf flugu af bakkanum. „Þannig að þetta er allt að koma en ég er alls engin veiðikona,“ segir hún og hlær. „En þetta kveikir í mörgum og er virkilega skemmtilegt. Það hafa nokkrar í báðum ferðunum sem ég hef farið í verið að veiða áður en líka margar sem eru bara með beitu og spún í byrjun en fara svo yfir í flugu. Svo lærum við að hnýta flugu og okkur er kennt að vaða. Það er æðislegt að vera komin í vöðlur og leiðast svo tvær og tvær og krossa árnar alveg þvert, það er rosalega gaman. Við erum flestar að gera eitthvað í þessum ferðum sem er algjörlega nýtt fyrir okkur.“ Guðrún segir að áframhald verði á þessum ferðum enda hafi þátttakendur verið afar ánægðir og margar konur úr fyrri ferðum haldi enn hópinn. „Konurnar þurfa samt að vera búnar með meðferð því þetta er mikil útivera og tekur dálítið á.“ Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
„Kastað til bata“ er verkefni á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið í veiðiferð. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum, „Casting for recovery“, og er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða ef heppnin er með.Ómetanleg upplifunÍ síðasta mánuði var farið í sjöunda sinn í „Kastað til bata“ veiðiferð og tók Guðrún Kristín Svavarsdóttir næringarrekstrarfræðingur þá þátt í verkefninu í annað sinn. Í fyrra fór hún sjálf í veiðiferðina í Laxá í Kjós en núna var hún einn af skipuleggjendunum þegar farið var í Langá á Mýrum. „Það er ómetanlegt fyrir konur í þessari stöðu að hittast til að styrkja sig á sálinni. Að skipta algjörlega um umhverfi og fara út í fallega íslenska náttúru með hressum og flottum konum sem eru búnar að vera að kljást við það sama og maður sjálfur. Þarna erum við að leita stuðnings hjá hver annarri, hver og ein miðlar upplýsingum og þiggur upplýsingar og þetta veitir ótrúlegan styrk,“ lýsir Guðrún. Hún nefnir að auk þess sé stangveiði góð líkamleg æfing fyrir konur sem hafa misst brjóst sín. Sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein 46 ára gömul og var í meðferð árið 2014. „Hjá mér var vinstra brjóstið og eitlar teknir og þetta eru góðar líkamlegar æfingar fyrir þessi svæði. Ég kláraði mína meðferð 2014, er þó enn að sprauta mig á fjögurra vikna fresti og tek töflur á hverjum degi en allt þetta stóra er búið.“Guðrún segir það vera æðislegt að vera komin í vöðlur og leiðast svo tvær og tvær og krossa árnar alveg þvert.Ekki hægt án stuðningsaðila Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu en Guðrún segir að svona veiðiferð myndi aldrei takast nema með góðum stuðningsaðilum. „Þar er Stangveiðifélag Reykjavíkur og Veiðihornið, að öllum öðrum ólöstuðum, með rosalega flottan stuðning við okkur og styrki. Fimm til sjö leiðsögumenn og vanir fluguveiðimenn frá Stangveiðifélaginu koma með í ferðina og kenna þátttakendum að kasta flugu. Fjórtán konur fara í ferðirnar og oftast er hver leiðsögumaður með tvær til þrjár konur að kenna réttu handtökin og tæknina. Við veiðum nú samt ekkert,“ segir Guðrún og skellir upp úr en segir að það sé heldur ekki tilgangurinn með ferðinni. „Það veiddist ekkert í þessari ferð en í fyrra veiddust nokkrir grútlegnir laxar. Það er aðalatriðið að vera saman úti í náttúrunni, það er ómetanlegt. Í þessum ferðum sem ég hef farið í hefur verið hátt í 30 ára aldursmunur á konunum en það skiptir engu máli. Það er gott að heyra hvernig konur upplifa þetta ólíkt og það er misjafnt hvernig við tökumst á við þetta þannig að við getum virkilega lært hver af annarri.“"Það er aðalatriðið að vera saman úti í náttúrunni, það er ómetanlegt,“ segir Guðrún.Flestar að reyna nýja hluti Þrátt fyrir að vera í því að skipuleggja ferðina að þessu sinni, að passa að allt gengi sem best og yrði sem þægilegast fyrir þátttakendur, fékk Guðrún tækifæri til að kasta sjálf flugu af bakkanum. „Þannig að þetta er allt að koma en ég er alls engin veiðikona,“ segir hún og hlær. „En þetta kveikir í mörgum og er virkilega skemmtilegt. Það hafa nokkrar í báðum ferðunum sem ég hef farið í verið að veiða áður en líka margar sem eru bara með beitu og spún í byrjun en fara svo yfir í flugu. Svo lærum við að hnýta flugu og okkur er kennt að vaða. Það er æðislegt að vera komin í vöðlur og leiðast svo tvær og tvær og krossa árnar alveg þvert, það er rosalega gaman. Við erum flestar að gera eitthvað í þessum ferðum sem er algjörlega nýtt fyrir okkur.“ Guðrún segir að áframhald verði á þessum ferðum enda hafi þátttakendur verið afar ánægðir og margar konur úr fyrri ferðum haldi enn hópinn. „Konurnar þurfa samt að vera búnar með meðferð því þetta er mikil útivera og tekur dálítið á.“
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira