Flugi rússneskra sprengjuflugvéla við Ísland ekki mótmælt formlega Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 20:44 Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“ Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“
Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46