Innlent

Flughlað ekki á dagskrá á kjörtímabilinu

Sveinn Arnarsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson formaður samgöngunefndar Alþingis
Höskuldur Þórhallsson formaður samgöngunefndar Alþingis Fréttablaðið/GVA
Ekki er gert ráð fyrir nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli í samgönguáætlun til ársins 2018 sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra hefur lagt fyrir þingið.

Eru þetta nokkur tíðindi þar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins sem og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sögðu á síðasta ári mikilvægt að ljúka við gerð flughlaðsins sem fyrst.

Í samgönguáætlun þeirri sem nú er til meðferðar í þinginu segir að framkvæmdakostnaður við gerð flughlaðsins rúmist ekki á áætluninni.

Stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar gerir flugvellinum kleift að taka á móti stærri og fleiri vélum og eykur líkurnar á millilandaflugi um völlinn. Hafa menn bent á mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið og því mikilvægt að ljúka gerð flughlaðsins.

Höskuldur Þórhallsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, sagði í október í fyrra að mikilvægt væri að fá fjármagn til verksins á fjárlögum ársins 2015 og sagðist bjartsýnn á að það næðist. Það fjé fékkst ekki og samkvæmt samgönguáætluninni verður ekki ráðist í framkvæmdina á kjörtímabilinu.

Ekki náðist í Höskuld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×