Flugfarþegar horfa beint ofan í eldspúandi gíginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2014 19:30 Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna. Bárðarbunga Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna.
Bárðarbunga Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira