Flugfarþegar eiga hugsanlega rétt á máltíð og símtali Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 13:08 Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. VÍSIR/GVA Flugfarþegar sem komast ekki til áfangastaðar síns á réttum tíma vegna verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna eiga í einhverjum tilvikum mögulega rétt á skaðabótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu. Starfsmenn vallarins hafa boðað frekari til verkfallsaðgerða næstu vikur. Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Þegar um verkfall er að ræða falla réttindi niður í sumum tilvikum. Til dæmis eiga þeir farþegar sem áttu bókað far á þeim tíma sem verkfallið stóð ekki rétt á bótum. Þeir farþegar sem eiga flug seinna um daginn sem seinkar vegna áhrifa verkfallsins eiga mögulega rétt á bótum frá því flugfélagi sem þeir áttu bókað flug með. Þau réttindi sem farþegarnir eiga hugsanlega eru máltíðir og hressing í samræmi við lengd þeirrar tafar sem verður á flugferðum. Þeir farþegar sem neyðast til þess að bíða í eina eða fleiri nætur eftir flugfari eða ef farþegi neyðist til þess að bíða lengur en hann gerði ráð fyrir eiga rétt á hótelgistingu án endurgjalds. Farþegar eiga rétt á því að flutningur milli flugvallar og hótelsins verði greiddur. Að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða með bréfsíma eða tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Við beitingu þessara reglna skal flugrekandi sérstaklega huga að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra og einnig að þörfum fylgdarlausra barna. Í þeim tilvikum þar sem farþegar þurfa að greiða kostnað vegna þessara atriða sem hér eru upp talin þurfa þeir að geyma kvittanir og sækja svo um endurgreiðslu frá viðkomandi flugfélagi. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Flugfarþegar sem komast ekki til áfangastaðar síns á réttum tíma vegna verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna eiga í einhverjum tilvikum mögulega rétt á skaðabótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu. Starfsmenn vallarins hafa boðað frekari til verkfallsaðgerða næstu vikur. Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Þegar um verkfall er að ræða falla réttindi niður í sumum tilvikum. Til dæmis eiga þeir farþegar sem áttu bókað far á þeim tíma sem verkfallið stóð ekki rétt á bótum. Þeir farþegar sem eiga flug seinna um daginn sem seinkar vegna áhrifa verkfallsins eiga mögulega rétt á bótum frá því flugfélagi sem þeir áttu bókað flug með. Þau réttindi sem farþegarnir eiga hugsanlega eru máltíðir og hressing í samræmi við lengd þeirrar tafar sem verður á flugferðum. Þeir farþegar sem neyðast til þess að bíða í eina eða fleiri nætur eftir flugfari eða ef farþegi neyðist til þess að bíða lengur en hann gerði ráð fyrir eiga rétt á hótelgistingu án endurgjalds. Farþegar eiga rétt á því að flutningur milli flugvallar og hótelsins verði greiddur. Að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða með bréfsíma eða tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Við beitingu þessara reglna skal flugrekandi sérstaklega huga að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra og einnig að þörfum fylgdarlausra barna. Í þeim tilvikum þar sem farþegar þurfa að greiða kostnað vegna þessara atriða sem hér eru upp talin þurfa þeir að geyma kvittanir og sækja svo um endurgreiðslu frá viðkomandi flugfélagi.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira