Erlent

Flúðu sprengjuregnið í Sýrlandi

Freyr Bjarnason skrifar
Sýrlenskir Kúrdar troða sér inn í rútu eftir að hafa farið yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands.
Sýrlenskir Kúrdar troða sér inn í rútu eftir að hafa farið yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Nordicphotos/AFP
Þó nokkrar sprengjur féllu í gær í nágrenni tyrkneska bæjarins Suruc sem er skammt frá landamærunum að Sýrlandi.

Tugir þúsunda sýrlenskra Kúrda hafa flúið yfir landamærin til Tyrklands vegna loftárása Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á öfgasamtökin Íslamska ríkið í Sýrlandi.

Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir því að þjóðir heims aðstoði Tyrki við að takast á við þennan aukna fjölda flóttamanna inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×