Flokkur femínista frá Fróni leggur Manhattan undir sig Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2016 12:50 Þeim einu sem datt í hug að hafa maka með í för voru tveir karlar af þremur í 25 manna sendinefnd. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer fyrir fríðum flokki kvenréttindafólks sem sækir 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Alls eru 25 fulltrúar frá Íslandi, þar af tveir makar og vekur athygli að þeir eru á vegum tveggja karlmanna af þremur sem eru í hópnum: Þeirra Matthíasar Imsland, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns.Íslendingar fjalla um ofbeldi Í fréttaskeyti frá ráðuneytinu segir að „valdefling kvenna sé mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar“ og er leiðarstef fundarins. Og óhætt er að segja að Íslendingar ætli að láta til sín taka í New York því þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum. Sá viðburður er undir yfirskriftinni „Keep the Window Open“, svo enn sé vitnað til tilkynningar ráðuneytisins og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni sem og verður fulltrúi Stígamóta.Femínistar áberandi í hópnum Þó karlpeningurinn veki athygli fyrir það að vilja hafa með sér maka á ráðstefnuna þá eru það einkum einstaklingar sem hafa látið til sín taka í kvenréttindabaráttunni og á vettvangi femínisma sem einkenna hópinn, svo sem Sóley Tómasdóttir sem fer sem forseti borgarstjórnar, móðir hennar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Kartín Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Dagný Ósk Aradóttir, svo einhverjar séu nefndar, en þær eru á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Listi þátttakenda er hér neðar en ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.Maki Matthíasar spenntur fyrir dagskránni Vísir náði tali af Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni ráðherra og hann segir mikla eftirvæntingu ríkjandi í hópnum. Hópurinn var að hittast allur fyrsta sinni núna og eru allir komnir með þétt fundaplan. Til standi að láta til sín taka á fundinum en það er svo að Ísland er ákaflega virt á heimsvísu í þessum málaflokki og hafi alltaf verið áberandi á þessum fundum. Mattías sagðist aðspurður ekki vita hvers vegna það væru aðeins hann og Þorsteinn sem væru með sína maka með. „Mínum maka þótti dagskráin spennandi og þar af leiðandi ákvað hún að fara, en greiðir fyrir kostnað sjálf.“En, getur það þá verið svo að mökum hinna fulltrúa Íslands, körlunum þeim, hafi ekkert litist á dagskrána?„Nú get ég ekki svarað, kannski hef ég verið svona spenntur heima, að segja frá hversu skemmtilegt þetta yrði. Þetta er mjög spennandi. Og mjög áhugavert.“ Matthías þorði ekki að fara með það hver heildarkostnaður ráðuneytisins yrði vegna ráðstefnunnar en líta verði til þess að félagasamtök borga fyrir sína fulltrúa sjálf.Kostnaður ráðuneytisins eru tvær milljónir króna Uppfært 16:00 Vísir sendi fyrirspurn til Margrétar Erlendsdóttur upplýsingafulltrúa Velferðisráðuneytisins um kostnað þess vegna ferðarinnar á fund Kvennanefndar SÞ í New York. Í svari kemur fram að ráðuneytið stendur straum af kostnaði vegna ferðar Eyglóar Harðardóttur ráðherra, Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra, Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur sérfræðings, Inga Vals Jóhannssonar sérfræðings og Matthíasar Imsland aðstoðarmanns sem sækja Kvennanefndarfund SÞ frá Íslandi. „Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa nemur um 2,0 milljónum króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en ferðareikningar hafa borist ráðuneytinu. Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um kostnað vegna ferða ráðherra á fyrri kvennanefndarfundi. Hér má jafnframt finna svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra og starfsmanna frá 144. löggjafarþing 2014–2015.“Þátttakendur Eygló Harðardóttir VEL Ráðherra Anna Lilja Gunnarsdóttir VEL Ráðuneytisstjóri Rósa G. Erlingsdóttir VEL Sérfræðingur Ingi Valur Jóhannsson VEL Senior Adviser Matthías Páll Imsland Aðstm.ráðh. Sóley Ragnarsdóttir maki MPI Gréta Gunnarsdóttir UTN Sendiherra mannréttindamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Political Adviser Ministry of the Interior Guðrún Ögmundsdóttir Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga Ministry of the Interior Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Alþ.maður María J. Hauksdóttir maki ÞS Hafdís Karlsdóttir Soroptimist Int., Icel. Sóley Tómasdóttir Ráðhús RvkForseti borg.stjr. Dagný Ósk Aradóttir Pind Kvenréttindafélag Ísl. Katrín Anna Guðmundsd. Kvenréttindafélag Ísl. Bryndís Ísfold Hlöðversd. Kvenréttindafélag Ísl. Guðrún Jónsdóttir Stígamót Talskona Stígam. Hildur Helga Gísladóttir Kvenfélagasamb.Ísl Framkv.stjóri Kristín Árnadóttir Kvenfélagasamb.Ísl Guðrún Ögmundsdóttir UN Women á Ísl Form. landsnefnd. Inga Dóra Pétursdóttir UN Women á Ísl Hanna Eiríksdóttir UN Women á Ísl Herferðarstýra Þórdís Elva Þorvaldsdóttir The Nordic Council of Ministers Sigríður Björk Guðjónsd Metropolitan Police Chief of Rvk MP Alda Hrönn Jóhannsdóttir Metropolitan Police Chief Attorney Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer fyrir fríðum flokki kvenréttindafólks sem sækir 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Alls eru 25 fulltrúar frá Íslandi, þar af tveir makar og vekur athygli að þeir eru á vegum tveggja karlmanna af þremur sem eru í hópnum: Þeirra Matthíasar Imsland, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns.Íslendingar fjalla um ofbeldi Í fréttaskeyti frá ráðuneytinu segir að „valdefling kvenna sé mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar“ og er leiðarstef fundarins. Og óhætt er að segja að Íslendingar ætli að láta til sín taka í New York því þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum. Sá viðburður er undir yfirskriftinni „Keep the Window Open“, svo enn sé vitnað til tilkynningar ráðuneytisins og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni sem og verður fulltrúi Stígamóta.Femínistar áberandi í hópnum Þó karlpeningurinn veki athygli fyrir það að vilja hafa með sér maka á ráðstefnuna þá eru það einkum einstaklingar sem hafa látið til sín taka í kvenréttindabaráttunni og á vettvangi femínisma sem einkenna hópinn, svo sem Sóley Tómasdóttir sem fer sem forseti borgarstjórnar, móðir hennar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Kartín Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Dagný Ósk Aradóttir, svo einhverjar séu nefndar, en þær eru á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Listi þátttakenda er hér neðar en ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.Maki Matthíasar spenntur fyrir dagskránni Vísir náði tali af Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni ráðherra og hann segir mikla eftirvæntingu ríkjandi í hópnum. Hópurinn var að hittast allur fyrsta sinni núna og eru allir komnir með þétt fundaplan. Til standi að láta til sín taka á fundinum en það er svo að Ísland er ákaflega virt á heimsvísu í þessum málaflokki og hafi alltaf verið áberandi á þessum fundum. Mattías sagðist aðspurður ekki vita hvers vegna það væru aðeins hann og Þorsteinn sem væru með sína maka með. „Mínum maka þótti dagskráin spennandi og þar af leiðandi ákvað hún að fara, en greiðir fyrir kostnað sjálf.“En, getur það þá verið svo að mökum hinna fulltrúa Íslands, körlunum þeim, hafi ekkert litist á dagskrána?„Nú get ég ekki svarað, kannski hef ég verið svona spenntur heima, að segja frá hversu skemmtilegt þetta yrði. Þetta er mjög spennandi. Og mjög áhugavert.“ Matthías þorði ekki að fara með það hver heildarkostnaður ráðuneytisins yrði vegna ráðstefnunnar en líta verði til þess að félagasamtök borga fyrir sína fulltrúa sjálf.Kostnaður ráðuneytisins eru tvær milljónir króna Uppfært 16:00 Vísir sendi fyrirspurn til Margrétar Erlendsdóttur upplýsingafulltrúa Velferðisráðuneytisins um kostnað þess vegna ferðarinnar á fund Kvennanefndar SÞ í New York. Í svari kemur fram að ráðuneytið stendur straum af kostnaði vegna ferðar Eyglóar Harðardóttur ráðherra, Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra, Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur sérfræðings, Inga Vals Jóhannssonar sérfræðings og Matthíasar Imsland aðstoðarmanns sem sækja Kvennanefndarfund SÞ frá Íslandi. „Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa nemur um 2,0 milljónum króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en ferðareikningar hafa borist ráðuneytinu. Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um kostnað vegna ferða ráðherra á fyrri kvennanefndarfundi. Hér má jafnframt finna svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra og starfsmanna frá 144. löggjafarþing 2014–2015.“Þátttakendur Eygló Harðardóttir VEL Ráðherra Anna Lilja Gunnarsdóttir VEL Ráðuneytisstjóri Rósa G. Erlingsdóttir VEL Sérfræðingur Ingi Valur Jóhannsson VEL Senior Adviser Matthías Páll Imsland Aðstm.ráðh. Sóley Ragnarsdóttir maki MPI Gréta Gunnarsdóttir UTN Sendiherra mannréttindamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Political Adviser Ministry of the Interior Guðrún Ögmundsdóttir Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga Ministry of the Interior Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Alþ.maður María J. Hauksdóttir maki ÞS Hafdís Karlsdóttir Soroptimist Int., Icel. Sóley Tómasdóttir Ráðhús RvkForseti borg.stjr. Dagný Ósk Aradóttir Pind Kvenréttindafélag Ísl. Katrín Anna Guðmundsd. Kvenréttindafélag Ísl. Bryndís Ísfold Hlöðversd. Kvenréttindafélag Ísl. Guðrún Jónsdóttir Stígamót Talskona Stígam. Hildur Helga Gísladóttir Kvenfélagasamb.Ísl Framkv.stjóri Kristín Árnadóttir Kvenfélagasamb.Ísl Guðrún Ögmundsdóttir UN Women á Ísl Form. landsnefnd. Inga Dóra Pétursdóttir UN Women á Ísl Hanna Eiríksdóttir UN Women á Ísl Herferðarstýra Þórdís Elva Þorvaldsdóttir The Nordic Council of Ministers Sigríður Björk Guðjónsd Metropolitan Police Chief of Rvk MP Alda Hrönn Jóhannsdóttir Metropolitan Police Chief Attorney
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira