Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 13:45 Fangaklefi. Myndin er úr safni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira