Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 13:45 Fangaklefi. Myndin er úr safni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira