Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 13:45 Fangaklefi. Myndin er úr safni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira