Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira