Flestir myndu kjósa rafrænt Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira