Flestir hættu við uppsögn Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fundur sjúkraliða fagnaði á fimmtudag yfirlýsingum um að leiðrétta ætti laun heilbrigðisstétta sem setið hefðu eftir. Fréttablaðið/Anton Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunarfræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endurskoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Erna vísar til yfirlýsinga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunarfræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geislafræðingar og lífeindafræðingar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúmlega 80 prósent hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttarfélag fram á viðræður um endurskoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störfum,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunarfræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfirlýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreytingar verði bornar uppi af hagræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítalans og ríkisstjórnarinnar sem rekstraraðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launabreytingum.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunarfræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endurskoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Erna vísar til yfirlýsinga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunarfræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geislafræðingar og lífeindafræðingar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúmlega 80 prósent hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttarfélag fram á viðræður um endurskoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störfum,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunarfræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfirlýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreytingar verði bornar uppi af hagræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítalans og ríkisstjórnarinnar sem rekstraraðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launabreytingum.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði