Flestir hættu við uppsögn Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fundur sjúkraliða fagnaði á fimmtudag yfirlýsingum um að leiðrétta ætti laun heilbrigðisstétta sem setið hefðu eftir. Fréttablaðið/Anton Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunarfræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endurskoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Erna vísar til yfirlýsinga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunarfræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geislafræðingar og lífeindafræðingar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúmlega 80 prósent hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttarfélag fram á viðræður um endurskoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störfum,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunarfræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfirlýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreytingar verði bornar uppi af hagræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítalans og ríkisstjórnarinnar sem rekstraraðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launabreytingum.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunarfræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endurskoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Erna vísar til yfirlýsinga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunarfræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geislafræðingar og lífeindafræðingar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúmlega 80 prósent hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttarfélag fram á viðræður um endurskoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störfum,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunarfræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfirlýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreytingar verði bornar uppi af hagræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítalans og ríkisstjórnarinnar sem rekstraraðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launabreytingum.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira