Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hjól í óskilum Lögreglan leggur hald á fjöldann allan af hjólum sem fara á uppboð. Fréttablaðið/Arnþór „Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
„Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira