Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hjól í óskilum Lögreglan leggur hald á fjöldann allan af hjólum sem fara á uppboð. Fréttablaðið/Arnþór „Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira