Viðskipti innlent

Fleiri leigjendur báðu um hjálp

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Leigjendur og leigusalar eiga við hin ýmsu vandamál að stríða.
Leigjendur og leigusalar eiga við hin ýmsu vandamál að stríða. Fréttablaðið/Vilhelm
Tæplega eitt þúsund erindi bárust Leigjendaaðstoðinni fyrstu sex mánuði ársins en það er 35 prósenta aukning frá síðasta ári.

Ekki aðeins leigjendur nýta sér þjónustuna en þó í miklum meirihluta, eða 957 tilvikum.

Aðrir hafa einnig samband, á borð við fjölmiðla, fyrirtæki og opinbera aðila.

Fleiri konur en karlar höfðu samband eða í 589 tilvika. Mest er spurt um ástand og viðhald eignar en álitaefnin eru þó af öllu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×