Innlent

Fleiri hundruð manns kvöddu Jóhönnu

Fleiri hundruð manns komu saman fyrir utan stjórnaráðshúsið við Lækjargötu síðdegis í dag til þess að þakka Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir vel unnin störf. Síðasta dagur hennar sem þingmaður og ráðherra er í dag.

Atburðurinn átti upptök sín á samskiptavefnum Facebook en þeir sem komu afhentu Jóhönnu, sem er fyrsta konan sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra Íslands, rósir.

Á Facebook segir hópur kvenna sem stóðu fyrir gjörningnum að þeim hafi „lengi blöskrað skítkastið og dónaskapurinn í garð þeirrasem taka að sér ábyrgðarstörf í samfélaginu“.

Jóhanna
hefur verið á Alþingi í 35 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×