Viðskipti innlent

Fjörutíu milljarða tap Orkuveitunnar

MYND/Róbert

Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag. Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar eftir því sem segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var um 8,2 milljarða króna og jókst um 12 prósent frá sama tímabili árið 2007. Fyrirtækið jók raforkusölu sína í erlendri mynt verulega á þriðja ársfjórðungi.

Rekstrartekjur fyrstu níu mánuði ársins námu 16,8 milljörðum króna en voru 15,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Heildareignir þann 30. september 2008 voru 231 milljarður króna en voru 191 milljarður í árslok 2007. Þá reyndust skuldir félagsins 183 milljarar króna en voru 102 milljarðar í lok síðasta árs. Eigið fé reyndist 48 milljarðar í lok september en var 88 milljarðar við lok síðasta árs.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×