Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:45 Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira