Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:45 Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira