Viðskipti erlent

Fjórir stórbankar í rannsókn vegna vaxtasvindls

Fjórir af stærstu bönkum Evrópu sæta nú rannsókn vegna vaxtasvindlsins sem Barcalys bankinn í Bretlandi hefur viðurkennt að hafa átt þátt í.

Bankarnir sem hér um ræðir eru Deutsche Bank, Crédit Agricole, Société Générale og HSBC. Sá síðastnefndi sætir einnig lögreglurannsókn í Bandaríkjunum fyrir peningaþvætti í þágu glæpamanna.

Rannsókninni á vaxtasvindlinu er ætlað að sýna fram á samstarf starfsmanna fyrrgreindra banka við að hafa ólögleg áhrif á Libor vextina að því er segir í Financial Times.

Upphæðirnar sem bundnar eru við Libor vexti í heiminum eru stjarnfræðilegar eða um 500.000 milljarðar dollara.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×