Erlent

Fjórir rússneskir hermenn féllu í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússneskir hermenn nærri Aleppo.
Rússneskir hermenn nærri Aleppo. Vísir/AFP
Fjórir rússneskir hermenn féllu og tveir særðust alvarlega í Sýrlandi í dag. Bíl þeirra var ekið á sprengju sem búið var að koma fyrir í vegkannti. Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands var bíllinn í bílalest á leið til borgarinnar Homs.

Hermennirnir voru svokallaðir ráðgjafar og voru í Sýrlandi til að þjálfa hermenn undir stjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Í frétt TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að læknar reyni nú að bjarga lífi þeirra tveggja sem særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×