Erlent

Fjórir meintir vígamenn handteknir í Belgíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Lögreglan í Belgíu handtók í dag fjóra meinta vígamenn. Þeir eru sagðir hafa verið að fá menn til að ganga til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi og Líbýu. Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum.

Lögreglan segir einnig að við handtökurnar hafi þeir komist á snoðir um að mennirnir hafi verið sé að skipuleggja nýja árás í Belgíu.

Talsmaður lögreglunnar segir mennina sem hafa verið handteknir hafa komið meira af því að reyna að finna nýja vígamenn en að skipuleggja árásir. Einhverjir mannanna ætluðu sér að ferðast til Sýrlands.

Lögreglan réðst til atlögu í þremur borgum í Belgíu í dag, en engin vopn né sprengiefni fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×