Innlent

Fjórir ferðamenn í vanda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í morgun óskuðu þeir eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir uppgefnir og treystu sér ekki lengra.
Í morgun óskuðu þeir eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir uppgefnir og treystu sér ekki lengra. Vísir/vilhelm
Björgunarsveitin Blanda frá Blönduósi hélt að Arnarbælistjörn á Kili að sækja fjóra erlenda göngumenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Þar segir að mennirnir hafi lagt upp hjá Blönduvirkjun, í gær og hugðust ganga yfir Kjöl. Í morgun óskuðu þeir eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir uppgefnir og treystu sér ekki lengra.

Arnarbælistjörn er um það bil miðja vegu milli Blönduvirkjunar og Hveravalla. Veður á svæðinu þar sem björgunarmenn eru staddir er þokkalegt, skafrenningur en ágætt skyggni.

Uppfært 09:37:

Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi er nú komin með fjóra göngumenn sem óskuðu aðstoðar á Kili í morgun í bílinn hjá sér. Reyndust þeir ekki staddir á þeim stað er þeir gáfu upp en höfðu haldið sig við veginn og óku björgunarmenn því fram á þá rétt í þessu. Voru þeir allir við ágæta heilsu og mun sveitin flytja þá til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×