Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Sæunn Gísladóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Sé miðað við að meðaleinstaklingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018.1,8 árslaun þarf til að kaupa 100 fermetra íbúð á Vestfjörðum.vísir/pjeturVerð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingarkostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, og 5,2 prósent á því næsta. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferðaþjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Sé miðað við að meðaleinstaklingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018.1,8 árslaun þarf til að kaupa 100 fermetra íbúð á Vestfjörðum.vísir/pjeturVerð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingarkostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, og 5,2 prósent á því næsta. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferðaþjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15