Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Sæunn Gísladóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Sé miðað við að meðaleinstaklingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018.1,8 árslaun þarf til að kaupa 100 fermetra íbúð á Vestfjörðum.vísir/pjeturVerð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingarkostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, og 5,2 prósent á því næsta. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferðaþjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Sé miðað við að meðaleinstaklingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018.1,8 árslaun þarf til að kaupa 100 fermetra íbúð á Vestfjörðum.vísir/pjeturVerð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingarkostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, og 5,2 prósent á því næsta. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferðaþjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15