Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. september 2012 18:30 Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira