Handbolti

Fjórði sigur norska liðsins í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Norska kvennalandsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar vann fjórða leik sinn í röð 28-27 gegn Rúmeníu en Noregur endaði í 2. sæti A-riðilsins á Ólympíuleikunum í Ríó.

Eftir sigur Brasilíu gegn Svartfjallalandi í dag var ljóst að Noregur þurfti aðeins stig til að halda öðru sæti.

Norska liðið leiddi lengst af í fyrri hálfleik en gekk illa að hrista þær rúmnesku frá sér. Tók norska liðið 14-13 forskot inn í hálfleikinn en þær voru fljótar að bæta við það í seinni hálfleik.

Var norska liðið með gott forskot allan seinni hálfleikinn en það var ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins sem Rúmenunum tókst að laga stöðuna.

Noregur mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitunum en Rúmenar eru úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×