Erlent

Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargar árásir hafa verið gerðar í Jerúsalem og í Ísrael síðustu daga.
Fjölmargar árásir hafa verið gerðar í Jerúsalem og í Ísrael síðustu daga. Vísir/EPA
Undanfarna daga hafa fjölmargar hnífaárásir verið gerðar í og við Ísrael. Á síðustu klukkutímum hafa hins vegar fjórar árásir verið gerðar. Tveir árásarmenn hafa verið felldir af öryggissveitum, en annars hefur enginn látið lífið í árásunum.

Í nótt stakk 17 ára ísraelskur drengur fjóra araba í borginni Dimona. Samkvæmt Jerusalem Post sagði drengurinn að „allir arabar væru hryðjuverkamenn“ og er talið að árásin tengist þjóðernishyggju.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt árásina. Hann heitir því að allir sem brjóti lögin með ofbeldi sem þessu, verði sóttir til saka.

Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hafa stungið lögreglumann nærri borginni Hebron og ísraelskur táningur var stunginn nærri Jerúsalem. Þá var palestínsk kona skotin til bana í Afula þar sem hún reyndi að stinga öryggisvörð.

Samkvæmt BBC hafa fjórir Ísraelar látið lífið og fjölmargir særst í árásum síðustu daga. Minnst þrír Palestínumenn hafa látið lífið í átökum við hermenn vegna aukinnar spennu á svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×