Enski boltinn

Fjórar frumraunir og fjögur mörk hjá Rashford

Rashford skorar í leiknum í kvöld.
Rashford skorar í leiknum í kvöld. vísir/getty
Marcus Rashford skoraði þrjú mörk þegar enska U21-árs landsliðið vann 6-1 sigur á Noregi í kvöld, en þetta var fyrsti leikur Rashford með U21-árs landsliði Englands.

Þessi framherji Manchester United hefur því skorað í öllum fjórum frumraunum sínum; í Evrópudeildinni með aðalliði United gegn Midtjylland, í ensku úrvalsdeildinni með United gegn Arsenal, í fyrsta A-landsleiknum og nú í fyrsta U21-árs leiknum.

Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá kappanum, en England átti ekki í nokkrum vandræðum með Noreg á heimavelli í dag.

Nathaniel Chalobah, Reuben Loftus-Cheek og Lewis Baker skoruðu hin mörkin þrjú, en England er á toppi I-riðils með 14 stig. Sviss er í öðru með tveimur stigu minna, en einum leik meira.

Rashford var ekki valinn í fyrsta A-landsliðshóp Sam Allardyce sem var ráðinn stjóri enska landsliðsins í sumar og spilaði hann því nú með U21-árs landsliðinu.

„Þetta var góð frumraun og mér fannst Noregur gera vel þrátt fyrir hvernig fór. Þetta er fyrsta vítið sem ég skora úr síðan ég varð atvninumaður svo það var mitt uppáhaldsmark," sagði Rashford við BT Sport í leikslok.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin

Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×