Fjölmörg börn í Eyjum ekki bólusett Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þátttaka í bólusetningum er að mestu leyti ásættanleg nema hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Nordicphotos/Getty Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira