Lífið

Fjölmennustu selfie Íslandssögunnar?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það var fagurt um að litast í Herjólfsdal í gær.
Það var fagurt um að litast í Herjólfsdal í gær. Mynd/Bjarni
Heimamaðurinn Bjarni Ólafur hefur verið kynnir á stóra sviðinu í Herjólfsdal í fjölda ára og um helgina bættist enn ein fjöðrin í hatt hans þegar hann tók líklega fjölmennustu „selfie“-mynd sem tekin hefur verið á Íslandi til þessa.

Myndina tók hann þegar hann stóð á stóra sviðinu með brekkuna í Herjólfsdal í bakið.

Talið er að um 15 þúsund manns hafi þá verið í brekkunni sem lýstu upp náttmyrkrið með ljósi frá símunum sínum.

Myndin var tekin á Novasnappið, novaisland, og hafa þeir sem fylgjast með snappinu því eflaust rekið augun í hana síðastliðinn sólarhring.

Hátíðin stóð þá sem hæst enda lokakvöld þjóðhátíðar. Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum og blysin víðfrægu voru tendruð á miðnætti. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir sungu af mikilli snilld fyrir viðstadda og Buff og Páll Óskar léku fyrir dansi á Brekkusviðinu þegar klukkan var að ganga eitt.





Mynd/Bjarni

Tengdar fréttir

Fólkið sem passar okkur um verslunarmannahelgina

Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldis­verknaðir fylgi óhjákvæmilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×