MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 07:30

Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn

SPORT

Fjölmenni viđ útför Ólafar Nordal

 
Innlent
14:56 17. FEBRÚAR 2017
Hćgt var ađ fylgjast međ útförinni á skjá í sal Iđnó sem var ţéttsetinn.
Hćgt var ađ fylgjast međ útförinni á skjá í sal Iđnó sem var ţéttsetinn. VÍSIR/GVA

Ólöf Nordal var jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag. Fjölmenni var viðstatt útförina og stóðu félagar í Sjálfstæðisflokknum heiðursvörð þegar líkkista Ólafar var borin út úr Dómkirkjunni.

Hægt var að fylgjast með útförinni á skjá í sal Iðnó sem var þéttsetinn. Ólöf lést, 50 ára að aldri, þann 8. febrúar eftir baráttu við krabbamein. Ólöf Nordal var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og vinsæll stjórnmálamaður þvert á flokka.

Hennar var minnst á fjórum opnum í minningarsíðum Morgunblaðsins í dag. Meðal þeirra sem rituðu minningarorð um Ólöfu voru Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins.


Félagar í Sjálfstćđisflokknum stóđu heiđursvörđ
Félagar í Sjálfstćđisflokknum stóđu heiđursvörđ VÍSIR/GVA


Fjölmenni viđ útför Ólafar Nordal
VÍSIR/GVA


Fjölmenni viđ útför Ólafar Nordal
VÍSIR/GVA


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fjölmenni viđ útför Ólafar Nordal
Fara efst