Innlent

Fjölmenni við útför Einars Öder

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gæðingurinn Glóðafeykir frá Halakoti fylgdi eiganda sínum síðasta spölinn.
Gæðingurinn Glóðafeykir frá Halakoti fylgdi eiganda sínum síðasta spölinn. Vísir/Vilhelm
Fjölmenni var við útför Einars Öder Magnússonar sem fram fór frá Hallgrímskirkju í dag. Þá fylgdi gæðingurinn Glóðafeykir frá Halakoti, sem færði Einari sigur í B-flokki á landsmóti 2012, eiganda sínum síðasta spölinn. Einar hefði orðið 53 ára þann 17. febrúar síðastliðinn en hann hafði glímt við krabbamein.

Einar Öder var stórt nafn í heimi hestamennskunnar, bæði hér heima og erlendis. Hann var farsæll knapi í hestaíþróttum og gæðingakeppni, þjálfari, reiðkennari, hrossaræktandi og viskubrunnur um reiðmennsku sem margir leituðu til. Þá var Einar jafnframt óþreytandi við að kynna íslenska hestinn og vinna að framgangi hans víða um heim.


Tengdar fréttir

Einar Öder fallinn frá

Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×