Erlent

Fjölmenn mótmæli í Róm

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ítalska stjórnmálaflokkurinn Norðurdeildin stóð fyrir mótmælunum.
Ítalska stjórnmálaflokkurinn Norðurdeildin stóð fyrir mótmælunum. Vísir/Getty
Fjölmenn mótmæli gegn innflytjendum, Evrópusambandinu og ítölsku ríkisstjórninni fóru fram í dag í Róm.

Ítalska stjórnmálaflokkurinn Norðurdeildin stóð fyrir mótmælunum og sakaði leiðtogi flokksins, Matteo Salvini, forsætisráðherrann, Mateo Renzi, meðal annars um að taka hagsmuni ESB fram yfir hagsmuni Ítalíu.

Þá gagnrýndi hann einnig ríkisstjórnina fyrir að taka ekki nægilega hart á vörubílstjórum frá Rúmeníu sem starfa á Ítalíu.

Skoðanakannanir gefa til kynna að fylgi Norðurdeildarinnar sé að aukast en sveitarstjórnarkosningar fara fram á Ítalíu í maí.

Málflutningur Salvini gegn ESB, innflytjendum og niðurskurði hefur leitt til þess að stjórnmálaskýrendur líkja honum við Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.

Annars staðar í Róm komu andstæðingar Norðurdeildarinnar saman og mótmæltu flokknum og málflutningi Salvini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×