Fjölmargir Íslendingar finna ástina á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Amor internetsins. Fréttablaðið/Stefán „Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt. Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt.
Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“